Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 621 svör fundust

Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?

Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...

Nánar

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?

Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...

Nánar

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?

Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...

Nánar

Hver var fyrsta lífveran?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...

Nánar

Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?

Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum t...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2015?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Hvað merkir skírdagur? Hvaða lækningagildi hefur lúpínan? Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands? Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin? Hver er eðlilegur blóðþrý...

Nánar

Hvenær var víkingaöld?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...

Nánar

Hvernig er málshátturinn sem byrjar svona: „Nauðsyn er nytjanna...”?

Spurt er um málshátt sem hefst á „Nauðsyn er nytjanna ...” Ekkert dæmi er um þetta í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans. Ekki hefur sambandið heldur í þeim málsháttasöfnum sem ég hef haft undir höndum. Mér flýgur því í hug að um upphaf vísuorðs í kvæði geti verið að ræða án þess að hafa fundið það. Ef frekari leit le...

Nánar

Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?

Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga. Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagu...

Nánar

Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...

Nánar

Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?

Í Sögustað við Sund segir Páll Líndal:Skuggahverfi var upphaflega nafn á óskipulegu hverfi tómthúsbýla sem tóku að rísa snemma á 19. öld meðfram ströndinni austan núverandi Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, en norðan núverandi Laugavegar. (66)Enn fremur segir Páll:Skuggi hét tómthúsbýli sem reist var 1802-18...

Nánar

Á hvað trúa Mongólar?

Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...

Nánar

Hver fann upp á kryptoni?

Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið ...

Nánar

Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?

Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...

Nánar

Fleiri niðurstöður